Um áramótin tók gildi hin margfrestaða reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvæla. Síðan eru liðnir þrír mánuðir og enn er ekkert eftirlit. Engin slík matvæli eru merkt. Matvælastofnun á að hafa eftirlitið, en gerir ekkert. Hún stendur sig ekki í þessu stykki frekar en öðru eftirliti, Bannar ekki notkun Mjólkursamsölunnar á norrænu skráargatsmerki án vottunar. Leyfði líka notkun iðnaðarsalts í mat meðan birgðir Ölgerðarinnar entust. Og notkun kadmíums í áburði frá Skeljungi. Dæmi um davíðskan eftirlitsskort. Heldur niðurstöðum líka leyndum. Aflar ekki einu sinni upplýsinga frá erlendum systurstofnunum.