Lykill að utanríkisstefnu

Punktar

Með loftárásum losuðu Vesturveldin Líbýumenn við Gaddafi. Af því að þar er nóg af olíu. Gera ekki slíkt hið sama í Sýrlandi, því að þar er ekki olía. Bandaríkin losuðu Íraka við Saddam Hussein og tóku landið hernámi. Af því að þar er olía. Bandarísk stjórnvöld klæjar í puttana að gera slíkt hið sama í Íran, því að þar er olía. Sádi-Arabía er talið vinsamlegt stórveldi, þótt það sé argasta miðaldaríki. Þar er nefnilega olía. Næst olíunni að mikilvægi er vopnasala. Grikkjum var að gert að spara, nema í hergagnakaupum. Gráðugir Frakkar Þjóðverjar og Svíar selja bláfátæku Grikklandi nefnilega vopn í dag.