Tillaga Stjórnlagaráðs að stjórnarskrá er betri en nokkurt það plagg, sem Alþingi getur soðið saman. Ekki verður skráin betri, þótt kallaðir verði til lagatæknar og aðrir sérfræðingar í loðnu orðalagi. Þeir munu eyðileggja stjórnarskrána fyrirfram, eins og þeir eyðileggja öll lög, sem sett eru. Stjórnarskrá er sáttmáli þjóðar, ekki greining ruglaðra fræðimanna og enn síður sátt við sérhagsmuni af ýmsu tagi. Ímyndið ykkur skrá, sem samin yrði í sátt við kvótagreifa. Þá færi fyrir henni eins og fór fyrir tilraun til laga um þjóðareign kvóta. Kjósum heldur um skrána, er kom úr Stjórnlagaráði.