Með tímanum brenglast stundum gamlir siðir. Til dæmis týnist upphafið. Svo er um 1. apríl gabbið. Hefðbundið er, að fólk sé látið hlaupa apríl. Felur í sér, að það sé ginnt til að fara eitthvert. Sumir fjölmiðlungar hafa gleymt þessu eða telja hefðina ekki skipta neinu máli. Hvort tveggja er ámælisvert. Einkum var áberandi núna, að sumir fjölmiðlar í Reykjavík létu hefðina liggja, en fjölmiðlar úti á landi héldu henni. Ef til vill eru Reykvíkingar komnir lengra frá rót sinni en landsbyggðarfólk. Reykvískir fjölmiðlungar kalla vafalaust mig kverúlant fyrir að nefna þetta. En mér finnst það hrós.