Ferðaþjónusta er orðinn stærsti atvinnuvegur landsins, hvort sem reiknað er í mannfjölda eða tekjum. Vinnsluvirði ferðaþjónustu er 5,5% hagkerfisins, heldur meira en sjávarútvegs, sem er 5%. Álið stendur langt að baki vegna mikils erlends tilkostnaðar. Og ferðaþjónustan stækkar grimmt. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hefur erlendum ferðamönnum fjölgað um rúm 22%. Enginn endi virðist vera á þessum blóma. Engin atvinnugrein magnar atvinnu í landinu eins mikið með eins litlum tilkostnaði. En við þurfum að fara að gæta okkar. Ferðamenn þyrpast of mikið á fáa staði, en vita ekki af öðrum jafn glæstum.