“Guggan verður áfram gul” sagði Þorsteinn Már Baldvinsson, þegar hann keypti frystitogara Ísfirðinga. Hann var að friða fólkið, þegar hann náði kvótanum til sín. Hann sveik auðvitað loforðið. Guggan landaði ekki á Ísafirði, kom ekki þangað aftur í höfn. Þannig er Þorsteinn, veður um land með yfirgangi. Segir það, sem segja þarf til að ná sínu fram. Nú hefur hann tekið Dalvík í gíslingu til að kúga Seðlabankann til að hætta rannsókn á brotum skattalaga og gjaldeyrislaga. Þorsteinn Már hefur sagt sig úr lögum við samfélagið og þykist vera hafinn yfir lög. Ekkert pláss á að vera fyrir slíka í rekstri.