Fjölmiðlar úti á túni

Punktar

Allur þorri Íslendinga hefur það flott. Utanferðir hafa stóraukizt og eru orðnar tíðari en árið 2004. Allur þorri fólks hefur vinnu og launin hafa braggazt. Hagtölur eru jákvæðar, atvinna eykst og hagvöxtur er meiri en víðast annars staðar. Skuldir hafa í mörgum tilvikum verið lækkaðar og skuldabyrði minnkuð. Þessi lýsing á ekki við allar íslenzkar fjölskyldur, en þetta er eindregin meginlína lífskjaranna. Skuggalegar lýsingar fjölmiðla stinga í stúf við veruleikann. Einkum er Mogginn úti á túni, en einnig er Rúv hallt undir ýkta svartsýni. Ástand þjóðarinnar er bara nokkuð gott.