Gamla og Nýja Ísland

Punktar

Gamla Ísland er rányrkjubú, svo notað sé orð Stefáns Jóns Hafstein. Líkist ríkjum Afríku, þar sem klíkuveldi rænir auðlindir kerfisbundið. Rányrkjubúið varð gjaldþrota í október 2008 og síðan hafa arftakar rifizt kringum líkið. Fjórflokkurinn reynir að endurreisa rányrkjubúið með arðráni auðlinda nánast án rentu til þjóðarinnar. Gamla Ísland heimtar meiri stóriðju og framhald á sjálftöku kvótagreifa. Gamla Ísland stjórnar Sjálfstæðisflokknum og Framsókn og hefur ítök í Samfylkingunni og Vinstri grænum. Í forsetakosningunum og í öllum kosningum hér eftir þarf Nýja Ísland að brjóta rányrkjuna á bak aftur.