Svarthol flokksformanna

Punktar

Nýjasta skoðanakönnunin sýnir, að ríkisstjórnarflokkarnir eru orðnir nánast fylgislausir. Samfylkingin á 8% og Vinstri græn 5%. Jóhanna og Steingrímur virka eins og svartholin í himingeimnum. Þeirra tími er liðinn. Samfylkingin hefur þó smáséns í næstu kosningum sem örflokkur evrópusinna. Þeirra sem þá kunna að verða eftir. En vinstri græn eiga engan séns. Auðvitað verður strax að skipta út báðum formönnum, áður en þeir stúta flokkum sínum endanlega. Spyrjið ekki, hvort þetta sé sanngjarnt eða ekki. Málið er, að Jóhönnu og Steingrími mistekst að selja kjósendum gerðir sínar. Hafa engan kjörþokka.