Ímyndi ráðamenn Sjálfstæðisflokksins sér, að þeir hafi 43% fylgi kjósenda, munu þeir sofa áfram. Rýni þeir hins vegar í tölurnar og sjái, að þeir hafa bara 23% fylgi, vakna þeir við vondan draum. Styrmir og Björn Bjarna hafa báðir bent á, að flokkurinn “verður að gera hreint fyrir sínum dyrum”. Það hefur hann ekki gert. Hefur ekki beðið þjóðina afsökunar á stjórnarfari sínu árin fyrir hrunið. Hefur ekki rekið formanninn, sem er hrunverji. Hefur ekki skipt út þingmönnum sínum. Hefur ekki lagað stefnuna að breyttum aðstæðum eftir hrunið. Með sama framhaldi verða næstu kosningar sjokk fyrir Flokkinn.