Ráðherra óttast greifa

Punktar

Bastarður kvótafrumvarpsins byggist á ótta Steingríms J. Sigfússonar við kvótagreifa. Þeir eru yfirgnæfandi atvinnurekendur í sjávarplássum, einkum í kjördæmi Steingríms. Auðræðið er miskunnarlaust. Samherji tók fyrst Dalvík í gíslingu og síðan Norðfjörð. Beitir síðan fyrir sig bæjarstjórnum, sem kátar hafa þegið mola af svignandi borðum greifanna. Þeir fjármagna aflóga dagblað og stjórnmálaflokk til að gæta hagsmuna sinna. Þorsteinn Már er sterkari en Steingrímur og misbeitir valdinu. Því er frumvarp ráðherrans hvorki fugl né fiskur. Efnir ekki loforðið um fyrningu kvótans. Auðræðið stjórnar ferðinni.