Þráhyggja Jóhönnu

Punktar

Ofuráhersla Samfylkingarinnar, einkum Jóhönnu, á Evrópusambandið eitraði tilveru ríkisstjórnarinnar frá upphafi. Vinstri græn eru í bóndabeygju út af Evrópuferðinni og geta ekki á heilum sér tekið. Því hefur kvarnast svo úr fylgi stjórnarinnar, að hún hefur tæpan meirihluta, sem dugar alls ekki til afgreiðslu allra mála. Sjálfur styð ég aðildina, en hafna offorsi Jóhönnu. Hún getur ekki troðið aðild upp á þjóð, sem er í vaxandi andstöðu við aðild. En Jóhanna er svo einþykk, að hún skilur þetta ekki. Jóhanna og Evrópa eru eitrið í stjórnarsamstarfinu, sem hindrar hvert stjórnarmálið á fætur öðru.