Dónar vaða uppi

Punktar

Hægri dónar vaða uppi í samfélaginu. Forstjóri Moggans neitaði föruneyti kínverska forsætisráðherrans um að fá að skoða Kerið í Grímsnesi. Sagðist vera andvígur ríkisstjórnum Kína og Íslands. Á sama tíma neitaði útrásarbófi í Þróunarfélagi Eyjafjarðar Birni Vali Gíslasyni þingmanni um að mæta á fund félagsins til að skýra kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Hægri jaðarinn er farinn á límingunum. Brýtur aldagamlar siðareglur íslenzka samfélagsins um framkomu í garð gesta. Wen Jiabao er að vísu ekki fínn pappír, en á samt að fá að njóta almennra siðareglna meðan hann er opinber gestur hér á landi.