Einu sinni vottaði fyrir iðrun hjá Geir Haarde. Er hann mælti hin fleygu orð: “Maybee I should have”. Ekki lengur. Geir var reiður í gær og hafði fengið vonda ráðgjöf í almannatengslum. Segir dóminn pólitískan og raunar sprenghlægilegan. Enga iðrun er lengur að finna hjá Geir, enga auðmýkt, enga reisn. Segist hafa átt annað og betra inni hjá pólitíkusum, því að vani hafi verið að gera kaup kaups. Því miður verður lína Geirs einnig lína Flokksins. Sem stimplar sig inn sem flokkur pólitískra bófa, er vaða fram í drambi og hroka. Sigurður Líndal segir brot Geirs þó alvarlegt, ekki “formsatriði”.