Mikilvægt atriði í reiðilestri Geirs Haarde er einfalt: Hinir gerðu þetta líka. Það sagði Bjarni Benediktsson einnig, þegar honum var nuddað upp úr fjárglæfrum Vafnings og Sjóvá. Nokkuð er til í þessu, þótt það afsaki ekki Geir. Okkur hefur oft verið stjórnað framhjá stjórnarskrá. Davíð og Halldór krunkuðu saman, Geir og Ingibjörg krunkuðu, Jóhanna og Steingrímur krunka. Stjórnarskráin er samt æðri slæmum hefðum í stjórnsýslunni. Eftir landsdóm er mikilvægt, að ríkisstjórnir læri af reynslunni og hætti að krunka framhjá góðu verklagi. Bezt er að láta opna stjórnsýslu leysa leynimakk af hólmi.