Evrópusambandið er að linast á stefnu Angelu Merkel Þýzkalandskanzlara um sparnað í ríkisútgjöldum. Hún segir þó enn, að ekki megi eyða meiru en aflað sé. Erfitt er að mótmæla slíkri stefnu. Keynes-istar í hagfræði vísa þó til reynslunnar eftir kreppuna miklu 1930, þegar ríki eyddu villt og galið til að koma lífi í hagkerfið. Líkja má því við að gefa rafkerfi stuð. Það tókst, þótt ríki eyddu um tíma um efni fram. Gengi gjaldmiðla hrundi eins og svo oft á Íslandi, en vélarnar fóru samt í gang. Með sigri Hollande í frönsku forsetakosningunum verður svigrúmið aukið í ríkisfjármálasamningi Evrópu.