Geir upp úr Borgen

Punktar

Margir benda á, að vitnisburður Davíðs Oddssonar felldi Geir. Sýndi, að Geir hafði fengið upplýsingar, sem hann hélt síðan leyndum fyrir ráðherrum sínum og Alþingi. Það leiddi til viðbragðaleysis í stað viðbragða, sem hefðu linað skell þjóðarinnar. Aðrir benda á, að Geir felldu dómarar, sem skipaðir voru í Hæstarétt á löngu valdaskeiði Davíðs sem einræðisherra. Líka að því leyti felldi Davíð hinn dæmda eftirmann sinn. Þannig má segja um fall Geirs, að það sé ekki sprottið úr ranni pólitískra andstæðinga, heldur úr hans eigin flokki. Rétt eins og fall krataforingjans í dönsku sjónvarpsseríunni Borgen.