Þetta er ekki einleikið

Punktar

Nú er svo komið, að mönnum dettur almennt Framsókn í hug, ef þeir heyra um afbrigðilega hegðun. Fuglafræðingur telur, að framsóknarmenn beri ábyrgð á eyðingu arnarhreiðurs. “Þetta er framsóknargenið, bændahugsunarhátturinn, en það ætlar að taka eitt til tvöhundruð ár að rækta það úr Íslendingum”, sagði hann. Daginn áður hafði læknismenntaður sálarsagnfræðingur talið, að Egill Skallagrímsson væri framsóknarmaður. “Hann hefði getað orðið dæmigerður framsóknarbóndi og stundað þar grimma eiginhagsmunahyggju, en hann hugsaði alltaf fyrst og fremst um sig sjálfan”, sagði hann. Þetta er ekki einleikið.