Þunn eru rök Egils Arnar Jóhannssonar fyrir okurverði rafbóka. Kostnaður við útgáfuna er miklu lægri en hann gefur í skyn. Nánast alltaf er textinn til í stafrænu formi. Síðan settur í forrit, sem brýtur hann um prentfræðilega eftir stílsniði lestrartölva. Gerist sjálfvirkt eftir þörfum lesanda hverju sinni. Kostnaður útgefanda felst bara í að eiga forritið. Mjög sjaldan þarf að skanna texta. Prentkostnaður fellur því að mestu út úr kostnaðardæminu. Þannig sparast nærri fjórðungur af kostnaði. Þar á ofan er eign í rafbók ótryggari en eign í kilju. Forrit og lestölvur bila og hverfa, kiljur ekki.