Sykur er sæluduft

Punktar

“Kross þinn Jesú kæri / þá kemur að höndum mér / gefðu hann hjartað hræri / hvergi í burt frá þér / gleðinnar sykri stráðu á hann.” Þannig orti séra Bjarni Gissurarson fyrir um það bil þremur öldum. Var það í fyrsta skipti, sem sykurs er getið á íslenzku. Þá var sykur svo eindreginn lúxus til spari, að prestur líkir honum við himnasælu. Nú er sá tími löngu liðinn. Sykur er orðinn uppistaða í fæðu fólks. Viðbættur sykur er einkum í gosi og nammi, en einnig í nánast öllum pakkamat, dósamat, glasamat og flestum skyndibita. Með sykurfíkn eru hrörnunarsjúkdómar þegar farnir að herja á börn og unglinga.