Ísland er svo fámennt ríki, að erlendir gjaldeyrisbraskarar geta gert áhlaup á krónuna. Hún er veikasta mynt heims, nánast eins og pappírinn í matador. Lengi enn verður hún áfram í gjörgæzlu Seðlabankans. Notar opinbert gengi upp á 170 krónur á evruna og aflandsgengi upp á 230-250 krónur á evruna. Tvöfalt gengi af því tagi er hreint eitur og eyðileggur framtíð krónunnar. Okkur er þar vandi á höndum, því að trylltir evrópuandstæðingar hafna evru sem gjaldmiðli. Við verðum því að fara aðra leið, taka upp frjálsa notkun erlendra mynta að eigin vali í almennum, innlendum viðskiptum og bókhaldi.