Pólitískt er jafnan vinsælla að efla eyðslu en sparnað. Fólk vill peninga í veltu, þótt það kosti verðbólgu og gengislækkun gjaldmiðils. Evrópu stynur undir sparnaðarstefnu Angelu Merkel Þýzkalandskanzlara. Francois Hollande mun sem forseti Frakklands víkja frá þeirri stefnu í von um að geta notað startkapal á atvinnulífið. Kannski vilja einhverjir lána Frökkum startkapal, með háum og hækkandi vöxtum. Hins vegar fyrirfinnst enginn, sem vill lána Grikklandi. Þar blasir við upplausn og afturhvarf til tíma hinnar aldagömlu fátæktar og hinnar gömlu drökmu. Kannski má bjóða þeim hina sívinsælu krónu.