Stríðshanzki bankanna

Punktar

Sammála Lilju Mósesdóttur: Bankarnir hafa kastað stríðshanzkanum í þjóðina. Með ólíkindum er framganga þeirra í kjölfar hæstaréttardóma um ólögmæta innheimtu. Jafnvel í kjölfar ítrekaðra hæstaréttardóma. Finna dómunum allt til foráttu og heimta ný og ný fordæmismál. Fá að hafa samráð um endalausa siðblinda hegðun. Ætla greinilega að tefja málin næstu áratugi og rukka fólk jafnframt. Eftir hrun hafa bankastjórar verið valdir af Capacent í prófum, sem siðblindingjar einir geta staðizt. Því er siðleysið i bönkum og öðrum fjármálastofnunum þremur árum eftir hrun alveg eins og það var fyrir hrun.