Svefnganga sjóðavinarins

Punktar

Guðmundur Gunnarsson verkalýðsrekandi er dálítið þreytandi. Virðist hafa gengið í svefni síðan fyrir hrun. Fattar hvorki, að fólk hatar lífeyrissjóði né veit hann hvers vegna. Fólk sér þar sömu bófa og voru þar fyrir hrun. er þeir leyfðu útrásar- og bankabófum að taka almenning í rassgatið. Létu þá valda sjóðunum hundrað milljarða tjóni. Sjá þessa sömu sjóðabófa skipa bófa til að stýra fjárfestingarsjóði, hvar þeir afhenda gömlum bófum fyrirtækin á nýjan leik. Lífeyrissjóðirnir hafa ekkert lært af hruninu og eru enn í sama bófagírnum. Þess vegna græða pólitíkusar á að hóta sjóðunum eignaupptöku.