Biskupaleiðin fundin

Punktar

Fundin er forn þjóðleið um Ódáðahraun. Hún er vörðuð og liggur frá Kiðagili yfir Suðurárbotna. Um einstigið Bræðraklif í Hafragjá norðan Herðubreiðar til Ferjufjalls við Jökulsá á Fjöllum. Við Ferjufjall andspænis Möðrudal var ferja fyrir margt löngu. Síðar var ferja sett upp mun norðar, við Ferjuás andspænis Víðidal. Og enn síðar og enn norðar andspænis Grímsstöðum. Vörður leiðarinnar hafa verið staðsettar í GPS, leiðin kortlögð og ítrekað farin síðustu ár, enda birt í bókum. Við gefum okkur, að þetta sé Biskupaleið hin forna, þótt ekki sé unnt að sanna það. Engin önnur leið virðist mér álitleg.