Viðbjóður valdakerfisins

Punktar

Djúp er fyrirlitning mín á siðareglulausum forseta Íslands. Alþingi er eins og við sjáum það í hálftíma hálfvitanna. Ekki gramm af trausti ber ég til dómsvaldsins, mundi sjálfur aldrei vísa málum til þess. Í stíl við þetta er handónýt stjórnsýsla. Sjáum hana í Matvælastofnun og í embætti Landlæknis, Persónuvernd, Útlendingastofnun og Fjármálaeftirliti, Umhverfisstofnun og Úrskurðarnefnd um upplýsingamál. Stjórnsýslan er eins og dómsvaldið, Alþingi og forsetinn. Hvenær sem er tæki ég alþingi götunnar, dómstól götunnar og embættisvald götunnar fram yfir viðbjóð kerfisins, sem við þurfum að þola.