Þvert á flokkapólitíkina

Punktar

Samkvæmt skoðanakönnun MMR fylkja stuðningsmenn stjórnmálaflokka sér miklu dreifðar um forsetaefni en fjölmiðlar og netmiðlar hafa sagt. Aðeins rúmlega helmingur framsóknarmanna og sjálfstæðismanna styður Ólaf Ragnar og aðeins rúmlega helmingur vinstri grænna styður Þóru. Ástæðurnar að baki mismunandi vals kjósenda eru miklu flóknari en látið er í veðri vaka. Fjölmiðlar hafa enda nú orðið oft sérstök sjónarmið að baki frétta sinna. Nú stefnir í afar spennandi baráttu milli Þóru og Ólafs Ragnars, þar sem fjölbreytt sjónarmið ráða vali fólks. Þannig á baráttan líka að vera, þvert á flokkapólitíkina.