Meira ruglið í Ögmundi. Útlendingastofnun þarf ekki meira fjármagn. Hún er illa rekin stofnun með mörgum tugum starfsmanna. Þá sjaldan sem hún gerir eitthvað, er það svo vitlast, að innanríkisráðuneytið þarf að vanda ofan af hneykslinu. Að grunni til gerir stofnunin bara eitt: Hún segir NEI. Til þess þarf bara einn símsvara, ekki marga tugi starfsmanna. Ekki alls fyrir löngu var þetta bara skúffa í ráðuneyti. Varð að tekjulind óvinnufærra kvígilda Sjálfstæðisflokksins. Ríkið hefur nóg annað við peninga okkar að gera en að brenna þeim í þessari hít. Ögmundur er úti að aka eins og venjulega.