Erfðabreytta ofstækið

Punktar

Umhverfisráðuneytið hélt í vikunni áróðursfund um erfðabreytta ræktun. Þar fengu eingöngu ofsatrúarmenn þeirrar stefnu að tala. Erfðabreytt ræktun er samt umdeild, ekki síður í hópi fræðimanna en leikmanna. Í ljos hefur komið, að fyrirtæki á borð við Monsanto beita gervi-fræðimönnum til að efla trú á erfðabreytta ræktun. Henni hefur verið illa tekið víða um Evrópu. Komnar eru reglur um merkingar á umbúðum, svo að fólk viti. Og bændur reyna að verjast því, að útiræktun erfðabreytts korns dreifist með vindi yfir á aðra akra. Monsanto-liðið berst af harðfylgi gegn vörnum. Og hér með hjálp ráðuneytis.