Of háar tölur

Fjölmiðlun

Ólafur Ragnar Grímsson og Þóra Arnórsdóttir hafa ekki um 45% fylgi hvort um sig, þótt fjölmiðlar segi það. Þau hafa innan við 35% fylgi hvort um sig. Svörun er léleg í könnunum enn sem komið er og margir gefa lítil svör. Þeir, sem þegar hafa ákveðið sig, eru hinir sannfærðu, sem eru annað hvort með eða móti Ólafi. Þóra fær af taktískum ástæðum allt fylgi þeirra, sem hafna Ólafi. Aðrir frambjóðendur komast varla á blað. Þeir, sem ekki hafa ákveðið sig, munu raðast öðru vísi en hinir, sem eru ákveðnir. Kosningabaráttan er ekki hafin og kannanir hafa enn lítið forspárgildi um slag Ólafs og Þóru.