Vefengdar álitsgerðir

Punktar

Aðvörunarbjöllur klingja í hvert sinn, sem lögð er fram greinargerð í máli. Fyrst spyrja menn: Er það lögfræðistofa eða endurskoðun eða hagfræðistofa, sem gefur álitið? Sé svo, væla brunalúðrarnir. Ekki er nokkur minnsta ástæða til að taka mark á neinu, sem kemur frá slíkum stofnunum. Þær taka ævinlega afstöðu með umbjóðanda sínum, jafnvel hagfræðistofnun háskólans. Er Deloitte gefur út álit, taka fjölmiðlar það kannski upp, því að þeir fatta fátt nú orðið. Fólk veit af fyrri reynslu, að þetta er marklaust. Sérhagsmunaaðilar eiga sérfræðistofur og sérfræðinga með húð og hári. Svo einfalt er það.