Þegar það hentar honum

Punktar

Ólafur Ragnar Grímsson getur gætt hagsmuna þjóðarinnar. Þegar það hentar honum. Hann gætir líka hagsmuna útrásarbófa, er það hentar honum. Auglýsti þá og krossaði eftir hentugleikum. Hann gætir líka hagsmuna kvótagreifa, er það hentar honum. Getur hótað að sprengja kvótafrumvarp, verði það að lögum. Hann getur verið í Framsókn eða Alþýðubandalagi eftir þörfum hans sjálfs hverju sinni. Stundum þarf hann á þjóðinni að halda, stundum ekki. Táknorð hans er: “Ég um mig frá mér til mín.” Þannig hefur það verið í hálfa öld. Sem forseti er hann ekkert öðruvísi en ævinlega áður. Grófari með aldrinum.