Ótraustir vísindamenn

Punktar

Áslaug Helgadóttir, prófessor í búvísindum, segir það áhyggjuefni, ef fólk treysti ekki vísindum. Hún er þar að tala um andspyrnu gegn erfðabreyttum matvælum. Þótt virðulegur listi vísindamanna sé þar í flokki. Ég hefði orðað vandann svona: Áhyggjuefni er, þegar sumum vísindamönnum er ekki treystandi. Við höfum séð ótal dæmi um ofurvald lyfjafyrirtækja og líftæknifyrirtækja í háskólabransanum. Monsanto er frægasta dæmið, enda sennilega verst þokkaða fyrirtæki heims. Ég mundi ekki treysta Áslaugu og öðru ofstækisfólki út í sjoppu, hvað þá fyrir vísindum. Treysti ekki Áslaugu og það er hennar vandi.