Evran stendur ótrúlega sterkum fótum, þrátt fyrir sviptingar í Grikklandi og víðar við Miðjarðarhafið. Gengi hennar helzt stöðugt í samanburði við dollar og pund. Grikkir hamstra evrur af ótta við, að teknar verði upp drökmur að nýju. Asíumenn voru áður búnir að skipta út dollurum fyrir evrur og láta það nú sumpart ganga til baka. Í raun er evran kraftaverk, því að hún hefur ekki að baki sér alvöru seðlabanka og alvöru ríkisábyrgð. Henni var ýtt á flot af taumlausri bjartsýni. Samt hefur hún í tímans rás risið á kostnað dollars. Grikkir vita núna, að evra er betri en drakma. Og ekki taka þeir upp krónu.