Þrír Frakkar á stími

Veitingar

Þrír Frakkar halda sínu striki, þótt risið hafi nokkur góð samkeppnishús í fiskréttum. Er einn þriggja matstaða, þar sem ég hef aldrei fengið ofeldaðan fisk. Það er mikið sagt um langan tíma. Hinir staðirnir eru Sjávargrillið og Höfnin. Matreiðsla Úlfars Eysteinssonar er gömul í hettunni, gælir ekki við nútíma stæla í framsetningu. Notar ekki froðuvélar í tíma og ótíma. Ber ekki fram fiskinn kaldan. En maturinn er feitur, steiktur upp úr smjöri og rjóma, oft borinn fram undir ostþaki. Hvergi er annað eins úrval sjávarrétta í boði og hér. Verðið er hæfilegt, 2200-2500 króna fiskréttir í hádeginu, með súpu.