Þráhyggjunni linni

Punktar

Evrópusambandið er orðið svo óvinsælt, að meirihlutinn vill kjósa um, hvort viðræðum verði fram haldið. Jóhanna Sigurðardóttir og Samfylkingin geta ekki endalaust hunzað vilja fólks. Sá vilji er að vísu vitlaus, en það er eigi að síður lýðræðislegur vilji. Kominn er tími til að taka endasprett í viðræðum um aðild. Jóhanna getur fengið tíma til áramóta til að sjá, hvort eitthvað kemur út úr viðræðunum fyrir þingkosningar. Séu þá ekki horfur á því, ber að kjósa á þessu kjörtímabili um framhaldið. Í síðasta lagi samhliða næstu þingkosningum, liggi samningur þá ekki fyrir. Nóg er komið af þráhyggjunni.