Byltingin mesta

Fjölmiðlun

WIKIPEDIA er frábær, svipuð að gæðum og Britannica, nákvæm og úreldist ekki eins og alfræðibækur. GOOGLE er frábært, gerir þér kleift að finna allt, sem þú þarft að vita. GOOGLE NEWS er frábært, þar sérðu heimsfréttir ótal miðla á einum stað. Þessi forrit gera þig að fjölfræðingi. TWITTER er frábært, gerir aðgerðasinnum kleift að hafa áhrif á ferli mála á ögurstundu. BLOG er frábært, gerir allan heim að Hyde Park Corner, þar sem sérhver hefur sitt ræðupúlt. FACEBOOK er frábært kaffihús, rýfur órafjarlægðir milli kunningja og vina. Þannig er internetið þegar orðið mesta byltingin í sögu mannkyns.