Flokkarnir dauðadæmdir

Punktar

Enn gat vont versnað í könnum. Sú nýja nær áður óþekktri lægð í skilum, bara 40% úrtaksins taka afstöðu. Tölur um stöðu flokka skortir gildi við slíkar aðstæður. Sjálfstæðisflokkurinn hefur 18% fylgi, ekki 44%. Framsókn er með 7% fylgi, ekki 17%. Samfylkingin er með 6% fylgi, ekki 14%, rétt slefar inn þingmanni. Vinstri grænir ná varla inn manni með 5% fylgi og nýju framboðin eru órafjarri þingmanni. Fráleitt er, að þeir, sem láta ekki ná í sig, neita að svara eða skila auðu, skiptist milli flokka eins og hinir. Könnunin er bara dauðadómur yfir fjórflokknum og nýju framboðunum í senn.