Reykjavík getur ekki hafnað höfðinglegri gjöf eins mesta listamanns okkar tíma. Enn síður getur borgin falið verkið annars staðar en þar, sem atburðir málsins gerðust. Búsáhaldabyltingin var gerningur með alþjóðlega vídd. Því er listaverk Santiago Sierra nákvæmlega þar, sem það á að vera. Dæmigert fyrir eymd og fýlu og andlega fátækt forsætisnefndar alþingis er að amast við þessu verki á þessum stað. Þjóðin þarf einmitt að hafa þarna áminningu um, hvernig fór fyrir henni, þegar hún valdi sér aumingja að pólitíkusum. Minning búsáhaldabyltingarinnar mun lengur blífa en forsætisnefndarinnar.