Áður fyrr reyndust símakannanir mjög vel hér á landi. Komu vel heim og saman við kosningaúrslit. Allir höfðu heimasíma og svöruðu um kvöldmatarleytið. Fólk setti ekki í símaskrá, að það hafnaði símtölum af þessu tagi. Pólitíska staðan var stöðug og breyttist hægt. Núna er fólk hætt að nota heimasíma og hafnar því að láta könnuði ónáða sig. Pólitísk staða flýtur hratt. Könnuðir hafa sótt yfir í vefkannanir. Þær hafa þann ókost, að hinir spurðu þurfa að sýna frumkvæði í að svara. Slíkt mengi gefur of lágt svarhlutfall. Síminn orðinn úreltur og netið ekki komið í staðinn. Sá er vandi könnuða dagsins.