Áðan sagði ég Steingrím J. Sigfússon hafa gert tvenn afdrifarík mistök í ríkisstjórninni, IceSave og sparisjóðina. Annar ráðherra hefur gert sýnu alvarlegri mistök. Það er Jóhanna Sigurðardóttir forsætis, sem keyrði aðild að Evrópusambandinu varanlega út af sporinu. Halda hefði mátt á málum með ögn af lipurð. Ofuráherzlan á Evrópu eitraði sambúð stjórnarflokkanna frá fyrsta degi. Og Jóhanna hefur ekkert gert til að lækna það eða bæta úr því. Kvarnast hefur svo úr meirihluta ríkisstjórnarinnar, að hún varð máttlaus til allra góðra verka gegn bófaflokkum Flokksins og Framsóknar á Alþingi.