Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddsson eru pólitíkusarnir, sem bezt skilja, að kjósendur ganga fyrir þjóðrembu. Davíð fattaði það raunar í Hádegismóum fyrst, en Ólafur Ragnar hefur vitað það um áratugi, alla sína pólitísku ævi. Kjósendur hugsa ekki fyrst og fremst um efnahag sinn, lífskjör eða gengi sitt í lífinu. “It’s the economy, stupid” gildir ekki á Íslandi. Í gamla daga stýrði þjóðremban afstöðunni til varnarliðsins, núna stýrir hún afstöðu fólks til fjölþjóðlegs samstarfs. Klappa þarf eyþjóðinni. Sá fær stuðning, sem segir Íslendinga mesta og bezta í heimi. Á því keyrir Ólafur Ragnar.