Gerendur hrunsins voru margir í pólitík, embættum, bönkum og útrás. Fremstir í pólitíska hópnum voru Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddsson. Davíð kom upp frjálshyggju í ríkisgeiranum, skipulagði eftirlitsleysi þeirra stofnana, sem áttu að sinna eftirlitinu. Í Seðlabankanum klúðraði hann svo aðdraganda hrunsins á ævintýralega fávitalegan hátt. Ólafur Ragnar var klappstýra útrásarinnar, fundarstjóri víkinganna og partíljón þeirra, orðuveitandi og þjóðrembdur heimspekingur ofurmennsku Íslendinga. Þurfum að losna við slíka dólga úr opinberu lífi, Að losna við Ólaf Ragnar í forsetakosningunum.