Nýr flokksformaður

Punktar

Jóhanna Sigurðardóttir hlýtur að hætta sem formaður Samfylkingarinnar í haust. Þá fær nýr formaður færi á að reyna að hreinsa til í flokksrústunum. Annars verður sá ekki tilbúinn í kosningar að vori. Samfylkingin hefur að hálfu leyti ekki sætt hundahreinsun eftir hrunið. Þar er enn áberandi fólk, sem á heima í Evrópuarmi Sjálfstæðisflokksins, leifar Blair-ista. Fremstur í röngum flokki er Árni Páll Árnason, sem endurvakti spillta og rotna banka í sinni gömlu mynd. Og Samfylkingin þarf líka að skilja, að blind einstefna til Evrópu gerir flokkinn samstarfs-óhæfan í augum allra annarra flokka.