Við fyrirhugað jarðgangamynni í Vaðlaheiði hafa fundizt leifar af voldugri járniðju frá 1100-1300. Þar voru öll vinnslustig járnsins, mýrarauðanámur, kolagerð og járnvinnsla. Leifar fundust af ofnum og húsum. Þarna hefur verið unnið járn í tonnavís. Minnir mig á Hrísheima í Mývatnsheiði. Þar fundust tuttugu rauðablástursofnar og gripir úr kopar og járni. Járnvinnslan þar er frá 950-1150. Þannig fengu forfeður okkar járn fram á 15. öld. Skógar gengu þá til þurrðar og ódýrara járn fékkst í innflutningi. Stóriðja er ekki ný af nálinni á Íslandi, enda þurftu forfeður okkar greiðan aðgang að ódýru járni.