Íslenzk freisting Breta

Punktar

Heldur fjarar undan málstað Breta í IceSave. Samkvæmt máltækinu “If you can’t beat them, join them”. Ríkisstjórn David Cameron gælir opinberlega við hugmynd um að taka sparifjáreigendur fram fyrir fjárfesta í röðinni. Þannig sé hægt að leyfa bönkum að velta með minni kostnaði af hálfu skattgreiðenda. Sumpart svipað leiðinni, sem farin var hér á landi. Bendir til, að brezka stjórnin telji daufar líkur á að málið gegn Íslandi vinnist fyrir dómstóli evrópska efnahagssvæðisins. Væru sannarlega góðar fréttir, þótt um þessa óperu sem aðrar megi nota máltækið: “It ain’t over ’til the fat lady sings”.