Stjórnarflokkarnir gáfust upp fyrir málþófinu. Sumarþing verður hvorki né atkvæðagreiðsla um dagskrá. Ríkisstjórnin fellur frá kvótafrumvarpi og rammaáætlun um auðlindir í landi. Hún fær í staðinn fé frá kvótagreifum upp í fjárlög næsta árs. Stendur ekki við loforð um að koma auðlindum sjávar í þjóðareign. Sorgleg niðurstaða endurspeglar fárveika stöðu stjórnarinnar. Líklega sá hún hvorki meirihluta með dagskrártillögu um atkvæðagreiðslu né um sumarþing. Þannig er hlutverki ríkisstjórnarinnar lokið. Hún hefur hér eftir það eina hlutverk að halda bófaflokkum frá ríkisstjórn í tæpt ár enn.