Svo krumpaður er Sjálfstæðisflokkurinn orðinn, að hann hindrar ný lög, sem taka á utanvegaakstri. Frumvarpið um náttúruvernd var tekið af dagskrá að kröfu hans. Flokkurinn er kerfisbundið að verða andvígur öllum góðum málum. Það kalla ég að vera krumpaður. Hann er andvígur þjóðareign á auðlindum og hann er andvígur verndun auðlinda. Þingmenn Flokksins hafa líka lengi verið að hugsa um annað en land og þjóð. Þeir hafa verið að hugsa um vafningana sína, ókeypis kúlulánin sín og aurana, sem þeir skófu innan úr Sparisjóði Keflavíkur. Um framboðsstyrkina, sem þeir fengu frá bönkum og kvótagreifum.