Vilja ritskoða Google

Punktar

Google er eini netrisinn, sem birtir upplýsingar um tilraunir stjórnvalda til ritskoðunar. Í skránni kemur fram, að ekki bara harðstjórar vilja hafa afskipti af leitarvélum Google. Þar í hópi eru líka svokölluð lýðræðisríki, einkum leyniþjónusturnar. Síðari hluta árs 2011 vildu Bandaríkin ritskoða 3851 atriði í leit Google, Ástralía vildi ritskoða 633 atriði. Þýzkaland, Spánn, Ítalía og Sviss voru líka í þessum hópi, meira að segja Noregur, sem vildi ritskoða tíu atriði. Leyniþjónustur ríkjanna vilja hindra, að Google finni atriði um þær sjálfar og um ýmis opinber embætti, sem hjúpa sig leynd.