Síðasta áratuginn hirti ríkasta 1% Bandaríkjamanna 93% af hagvextinum. Hinir ríkustu verða ríkari, miðstéttirnar grisjast og hinir fátæku tapa. Ameríski draumurinn er búinn. Stéttaskipting er þar fastari í sessi en í nokkru öðru þróuðu hagkerfi. Eins er með heilsu og ævilíkur, öllu fer þessu hrakandi þar vestra. Kenningin um, að fríðindi ríkra sáldri brauðmolum yfir fátæka, hefur ekki staðizt dóm reynslunnar. Eins dreifist illa fenginn auður íslenzkra kvótagreifa ekki um samfélagið, heldur brennur. Samt stritast hagfræðingar enn við að þvinga úreltum bandarískum trúarsetningum upp á Íslendinga.